Search
Close this search box.

Frostlyfting

Frostlyfting

Stutta svarið

Þegar vatn frýs ofan í jarðvegi sem hefur lítinn gróður, myndast ísnálar sem lyfta moldinni upp. Þetta kallast frostlyfting. Plöntur sem hafa náð að spíra og vaxa í svonalítt grónu landi yfir sumarið, þola frostlyftingu mjög illa og oft slitna hreinlega ræturnar. Frostnálar myndast ekki í vistkerfum í góðu ástandi því gróðurinn hylur og verndar jarðveginn. Frost hefur mótað náttúru Íslands mjög mikið, t.d. eru þúfur afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu. Þegar vatn frýs þenst það út (eins og þið sjáið ef þið frystið vatn og búið til ísmola).

Sjá einnig; Gróður- og jarðvegseyðing, vistheimt, 

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is