Search
Close this search box.

Grænþvottur

Grænþvottur

Stutta svarið

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru.

Lengra svar

Í kringum okkur eru alls kyns upplýsingar um hitt og þetta sem okkur er talið trú um að sé umhverfisvænt. Nauðsynlegt er að beita gagnrýnni hugsun á þessar upplýsingar og velta sannleiksgildinu fyrir sér. Dæmi um grænþvott:


Óljósar staðhæfingar
Vara er markaðssett með grænum óljósum staðhæfingum sem erfitt er að sanna.


Meira tal en raunverulegar aðgerðir
Fyrirtæki eyðir meiri tíma í að fullyrða um að það sé grænt heldur en það eyðir í að innleiða viðskiptahætti sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.


Óhagstæðum upplýsingum leynt
Upplýsingum um mengun er leynt fyrir almenningi til þess að afurð virðist umhverfisvænni.


Skárri en versta er ekki góð
Almenningur er sannfærður um að vara sé umhverfisvæn með því að bera hana saman við verri valkost af sömu gerð.


Mikið gert úr litlu
Aðili gerir mikið úr framlagi sínu til umhverfismála sem er þó lítilvægt, borið saman við þann skaða sem aðili veldur og er haldið leynt.


Rangar staðhæfingar
Settar eru fram staðhæfingar um umhverfisvænleika sem eru einfaldlega rangar.

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is