Search
Close this search box.

Gróður- og jarðvegseyðing

Gróður- og jarðvegseyðing

Stutta svarið

Gróðurhula lands getur rofnað m.a. vegna áhrifa vatns, vinds, jarðskjálfta, beitar og vegna athafna okkar mannsins. Þegar gróið land rofnar verður jarðvegurinn berskjaldaður fyrir frekari rof af völdum þessa rofafla. Mikilvægt er að grípa strax inn í og stöðva slíkt rof því annars getur þetta ferli haldið áfram og eytt miklum gróðri og jarðvegi.

Lengra svar

Þegar efsta lagið af gróðri losnar frá og það sést í bera mold/jarðveg þá kallast það jarðvegsrof. Þetta rof getur verið m.a. vegna vatns, vinds, jarðskjálfta, beitar eða vegna athafna okkar mannsins. Ef ástand landsins er gott og það fær frið þá grær þetta sár strax aftur en ef landið er í slæmu ástandi getur rofið stækkað. Við þannig jarðvegsrof getur orðið bæði gróður- og jarðvegseyðing og mikið tap á búsvæðum. Mikil gróður- og jarðvegseyðing getur leitt til landhnignunar og að land verði að lokum örfoka. Það er því mikilvægt að grípa strax inn í þegar jarðvegsrof verður. Tap á búsvæðum er ein af fimm helstu ógnum í heiminum við lífbreytileika og gróður- og jarðvegseyðing veldur þar að auki mikilli losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið sem eykur neikvæð áhrif loftslagsbreytinga.

Tap á lífbreytileika (þar á meðal gróður- og jarðvegseyðing) ásamt loftslagsbreytingum eru stærstu ógnirnar við lífið á Jörðinni eins og við þekkjum það.

Gróður- og jarðvegseyðing er stórt umhverfisvandamál á Íslandi og mikið af landi er í slæmu ástandi vegna þess. 

Sjá einnig: Vistheimt, landlæsi, tap á búsvæðum, hnignað vistkerfi, loftslagsbreytingar, tap á lífbreytileika, örfoka land

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is