Search
Close this search box.

Hnignuð vistkerfi

Hnignuð vistkerfi

Stutta svarið

Þegar landi hnignar versnar ástand þess og skerðir virkni og þjónustu vistkerfa. Hnignun lands/vistkerfa tekur til jarðvegs, gróðurhulu og lífríkisins í heild. Lífbreytileiki er meðal þeirra þátta sem skaðast þegar vistkerfi hnigna. Fyrstu einkenni hnignunar í grónu landi geta t.d. verið að víðitegundir og lyng hverfa eða verða mun óalgengari. Alvarleg gróður- og jarðvegseyðing getur verið lokastig hnignunar og land í slíku ástandi er mjög skemmt og þar er mikil frostlyfting. Þar er hvorki gróður né mold eftir og jarðvegurinn sem situr eftir er næringarsnauður og ófrjór. Slíkt land er í mjög slæmu ástandi.
Sjá einnig: vistheimt, gróður- og jarðvegseyðing, tap á búsvæðum, lífbreytileiki, tap á lífbreytileika, loftslagsbreytingar

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is