Search
Close this search box.

Kolefni CO2

Kolefni CO2

Stutta svarið

Lofttegundin CO2 á sér mörg nöfn og það getur verið svolítið ruglingslegt. M.a. er talað um koltvísýring, koltvíildi, koltvíoxíð eða koldíoxíð en þetta eru allt nöfn yfir sama hlutinn. Oft er líka talað um kolefni (á ensku: carbon) til einföldunar. Þessi lofttegund samanstendur af einni kolefnisfrumeind (C) sem er bundin við tvær súrefnisfrumeindir (O+O). Jafnvel þó flestir tali um þessa lofttegund í dag eins og hún sé vondi karlinn eða jafnvel mengun þá er hún mikilvægur hluti af lofthjúpnum á jörðinni sem heldur okkur á lífi. Við öndum t.d. frá okkur koltvísýringi og plönturnar og aðrar ljóstillífandi lífverur breyta honum í súrefni og sú hringrás heldur áfram endalaust. Þegar kolefni er aukið í andrúmsloftinu okkar (af mannavöldum) þá veldur það breytingum á loftslaginu sem skýrir af hverju kolefni er oft talið slæmt. Lífverur (og við sjálf) innihalda mikið af kolefni (C) og þegar t.d. regnskógur er brenndur þá losnar þetta kolefni út í andrúmsloftið, binst súrefni og myndar CO2.


Sjá einnig: hringrás kolefnis, loftslagsbreytingar, gróðurhúsalofttegundir, gróðurhúsaáhrif

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is