Search
Close this search box.

Örfoka land

Örfoka land

Stutta svarið

Skemmd vistkerfi á landi sem hefur misst gróður og jarðveg, virkar ekki lengur til að viðhalda gróðri og dýralífi, geyma vatn, búa til súrefni og binda kolefni. Land í svona slæmu ástandi kallast örfoka land og þar veita vistkerfin afar takmarkaða þjónustu. Slíkt ástand lands er lokastigið á alvarlegri gróður- og jarðvegseyðingu. Með vistheimt / endurheimt vistkerfa er hægt að endurheimt vistkerfið sem var en slíkt tekur mjög langan tíma.

Sjá einnig: vistkerfi, vistheimt, lífbreytileiki, frostlyfting

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is