Search
Close this search box.

Plast

Plast

Stutta svarið

Plast var fundið upp fyrir meira en 100 árum og er gert úr jarðefnaeldsneyti. Fyrr á öldum notaði fólk önnur efni til að búa til nytsamlega hluti. Það notaði tré, gler, leir, málm, bein, skinn og jafnvel vambir! Plast þykir mjög nytsamt efni því það er auðvelt að móta það, það er slitsterkt og endingargott. Það getur verið örþunnt og mjúkt (plastpoki) en líka grjóthart og eldþolið (legókubbar).

Lengra svar

Plastmengun er mikið umhverfisvandamál víða um heim. Vandamálið við plast er ekki endilega plastið sjálft heldur hvernig við notum það og hversu mikið við notum. Plast er allt of sniðugt og gott efni til að nota bara einu sinni og henda. Á hverju ári eru framleidd þrjúhundruð og áttatíu milljón tonn af plasti – það jafngildir þyngd allra jarðarbúa! Helmingurinn af þessu plasti er framleitt til þess að nota bara einu sinni, aðeins 9% eru endurunnin, um 12% brennt og 79% eru urðað! Talið er að um 1 milljón sjávardýr drepast vegna plastmengunar árlega og áætlað er að árið 2050 muni verða meira af plasti í sjónum en fiskar ef við höldum áfram á sömu braut. Plastið brotnar með tímanum niður í plastagnir og komast á þann hátt alla leið í fæðukeðjuna til okkar mannkyns. Talið er að hver einstaklingur borðar þannig um 18 kg af plasti á ævinni.
Við getum gert margt til þess að minnka plastnotkun eins og að kaupa ekki óþarfa hluti, hætta að nota einnota plastvörur, nota fjölnota pokar og umbúðir og sjá til þess að það plast sem við hentum verðu endurunnið. Þó að við getum gert margt sjálf til að draga úr plastmengun þá verður plastvandinn seint leystur af einstaklingum einum saman. Stjórnvöld og fyrirtæki bera mikla ábyrgð og þau verða að taka sig á með nauðsynlegum reglum og lögum.

Sjá einnig: náttúruvernd, orka, lífbreytileiki, loftslagsbreytingar

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is