Search
Close this search box.

Rammaáætlun

Rammaáætlun

Stutta svarið

Ásókn í náttúrulegar auðlindir Íslands af hálfu ýmissa hópa er mikil og vaxandi. Hagsmunir þessara hópa skarast oft sem hefur leitt til ágreinings um nýtingu landsins. Rammaáætlun er verkfæri til að leita málamiðlunar milli verndar, annarrar nýtingar náttúrugæða og orku framkvæmda. Rammaáætlun á að sætta mismunandi sjónarmið og þar eru málin skoðuð á sem breiðustum grundvelli og stuðst við þekkingu úr fjölmörgum greinum raun- og hugvísinda. Rammaáætlun hvílir á hugmyndafræðilegum grunni sjálfbærrar þróunar. Nýtingin á að vera sjálfbær auk þess sem mikilvægt er að sum svæði eiga að vera áfram óspillt af inngrip mannsins og þarf að vernda. Þannig eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli vinnu faghópa skipuðum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda. Rammaáætlun byggir á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun og er í formi þingsályktunartillögu sem ráðherra leggur fram eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti.


Sjá einnig: náttúruvernd, orka, lífbreytileiki, loftslagsbreytingar

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is